fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Gróf eiginkonu sína lifandi

Pressan
Fimmtudaginn 30. maí 2024 08:30

David Pagniano. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí 2017 hvarf Sandra Pagniano, sem var 39 ára, en hún stóð þá í skilnaði við eiginmann sinn, David Pagniano.

David var nýlega dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt hana. Hann játaði að hafa grafið hana lifandi í gröf sem hann tók nærri heimili þeirra  í Yavapai County í Arizona í Bandaríkjunum.

David játaði morðið áður en réttarhöld yfir honum áttu að hefjast og þar með gat dómari kveðið upp dóm yfir honum án þess að saksóknari gerði samning við hann um að játa.

David, sem er 62 ára, var dæmdur í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn. Hann mun því eyða því sem hann á eftir ólifað í fangelsi.

Auk þess að vera dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðið, var hann dæmdur í 16 og hálfs árs fangelsi fyrir mannrán, fölsun og svik. Sky News skýrir frá þessu.

Lögreglan segir að Sandra hafi horfið í maí 2017 en á þeim tíma stóð hún í skilnaði við David. Þau voru skilin að borði og sæng en bjuggu enn í sama húsinu með tveimur ungum dætrum sínum.

Lík hennar fannst bundið og með límband fyrir munninum, í gröf á afskekktu svæði norðan við Prescott.

Niðurstaða krufningar var að hún hafði verið grafin lifandi. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að Sandra hafði barist harkalega um eftir að hún var sett í gröfina og geti hafa verið með meðvitund í allt að fimm mínútur.

Símagögn sýndu að David var á svæðinu við gröfina nokkrum dögum áður en Sandra hvarf og sama kvöld og hún hvarf.

Rannsókn lögreglunnar leiddi einnig í ljós að hann hafði falsað undirskrift Söndru á tvö skjöl varðandi skilnaðarmál þeirra. Samkvæmt þessum skjölum sagðist hún vera að yfirgefa hann og eftirléti honum allar eigur sínar og forræði yfir dætrum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?