fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Fuglaflensa breiðist út meðal fólks – Þetta er stóra spurningin að sögn sérfræðings

Pressan
Þriðjudaginn 28. maí 2024 04:03

H5N1 fuglaflensuveiran. Mynd:Wikimedia Commons/Cynthia Goldsmith

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóndi í Michigan í Bandaríkjunum greindist nýlega með fuglaflensu. Hann var með væg sjúkdómseinkenni. Í mars greindist starfsmaður á bóndabæ í Texas með fuglaflensu. Mennirnir eiga það sameiginlegt að hafa verið í mikilli snertingu við mjólkurkýr en flensan hefur greinst í miklum fjölda bandarískra mjólkurkúa. Aldrei fyrr hefur fuglaflensa borist í fólk frá annarri spendýrategund.

Fuglaflensuveiran hefur borist í sífellt fleiri dýrategundir frá 2020. Þar á meðal eru hundar, kettir og birnir.

Gunnveig Grødeland, prófessor í ónæmisfræði við Oslóarháskóla, sagði í samtali við TV2 að búast megi við því að fólk smitist af fuglaflensu frá öðrum dýrategundum. „Stóra spurningin er hvaða afleiðingar þetta hefur. Í fyrri tilfellum, þá hefur það venjulega verið þannig að fólk smitaðist af veirunni frá fugli, sem bar veiruna, sem þýddi að það fékk stóran skammt frekar langt niður í öndunarfærin,“ sagði hún og bætti við að þetta hafi haft í för með sér að fólk hafi veikst alvarlega og dánartíðnin hafi verið há í þessum tilfellum.

Í Bandaríkjunum sé staðan sú að veiran hafi borist úr spendýrum en ekki fuglum yfir í fólk. Ástæðan fyrir því sé að veiran hafi stökkbreyst.

„Þetta staðfestir það sem við höfum talið síðan við sáum fyrst smit í minkum, það er að veiran hefur stökkbreyst þannig að hún getur borist á milli spendýrategunda. Það var bara tímaspursmál um hvenær fyrsta smitið kæmi upp hjá fólki,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana
Pressan
Fyrir 4 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi