fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

11 ára drengur vildi gera góðverk og greiða niður mötuneytisskuldir samnemenda sinna – Hið ótrúlega gerðist

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. maí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 11 ára gamli Daken Kramer setti af stað söfnun með það markmið að greiða niður skuldir við mötuneytið í skólanum, reikninga sem aðrir nemendur og fjölskyldur þeirra höfðu ekki haft efni á að greiða. 

Kramer sem er í fimmta bekk í Thomas Ultican grunnskólanum í Blue Springs, Missouri í Bandaríkjunum, fór langt fram úr upphaflegu markmiði sínu og safnaði 7300 dölum eða nær sléttri milljón. Þannig náði hann að greiða upp alla ógreiddu reikningana í mötuneytinu og meira til.

Vanessa Kramer móðir Daken var dugleg að deila söfnun sonarins á samfélagsmiðlum og sagði í viðtali við fréttastofu CNN: „Börn í grunnskóla ættu ekki að vera með útistandandi skuld tengda kennitölu sinni. Ég hef heyrt dæmi um að nemendum sé neitað að mæta á útskriftarballið (e. prom) eða mæta við útskrift af því að það eru ógreiddir matarreikningar í skólanum á þeirra nafni og kennitölu. Margar fjölskyldur ráða ekki við þessa reikninga og geta ekki greitt þá.“

Kramer deildi myndbandi á Facebook þann 22. maí þar sem Daken útskýrir hvers vegna hann ákvað að fara af stað með söfnunina. Þar kynnir hann sig og segist vera á síðasta ári í grunnskóla og þakkar skólanum fyrir að „móta hann sem opinn, góðan, samúðarfullan,  virðingarfullan og sterkan leiðtoga.

„Mig langar að gera eitthvað til að sýna þakklæti mitt,“ segir Daken og segist hafa sett af stað söfnun með heitinu Daken feeds TUE sem yrði opin fram að útskrift hans þann 21. maí. Söfnuninni sé til að greiða niður hádegismatsskuldir nemenda í skólanum hans sem eru að sögn skólans um 3000 dalir. Skoraði hann á vini, fjölskyldu og fyrirtæki á staðnum að gefa „það sem þeir geta“ til málstaðarins.

Í myndbandinu má sjá framlögin stíga, fyrst safnast um 500 dalir, síðan er söfnunin komin í 900 dali og má sjá gleði Daken þegar söfnunin fer yfir markmiðið og nær 3370 dölum.

En framlögin stoppuðu ekki þar. Þann 21. maí hafði Daken tekist að safna 7470 dölum, sem dugði til að greiða skuldina í grunnskólanum að fullu. Það sem safnaðist umfram mun fara í að greiða hádegismatarskuldir í framhaldskólanum.

Daken steig á svið í skólanum sínum þar sem hann afhenti skólanum ávísunina, auk þess sem hann þakkaði öllum fyrir að taka þátt og starfsfólki fyrir að halda honum „heilbrigðum bæði líkamlega og andlega“, stjórn skólans fyrir að huga að öryggi hans og einnig þakkaði hann kennara sínum sérstaklega.

„Þetta er upplifun sem mun fylgja honum alla ævi. Þetta ferli hefur kveikt eitthvað í Daken sem fær hann til að vilja halda áfram að breyta heiminum til hins betra. Hann hefur þegar spurt mig hvert næsta skref sé í að hjálpa til við skólamatinn. Ég sagði honum að við gætum örugglega byrjað að skoða málið í sumar ef hann hefur enn áhuga, en í bili ætti hann bara að njóta síðustu dagana í grunnskólanum,“ segir móðir Daken.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu