Bærinn Whittier í Alaska er einstakur fyrir margar sakir. Bærinn sem var áður notaður sem bandarísk herstöð, er pínulítill bær sem í dag er heimkynni hafnar, yfirgefinna bygginga og íbúðablokkar. Í bænum búa aðeins 300 manna og það skrýtna er að nær allir búa þeir undir sama þaki.
@messy.nessy #stitch with @livvontheedge ♬ original sound – jenessa
Risastór göng tengja bæinn við umheiminn og þar er ekki mikið að sjá, en í myndbandi árið 2021 lýsti Jennessa reynslu sinni af að búa í bænum um sjö ára skeið.
„Í þessu húsi er pósthús, kirkja, verslun og byggingarskrifstofa. Í kjallaranum erum við með göng sem liggja frá þessari byggingu að skólanum hinum megin við götuna.“ sagði hún. „Hér búa nú 318 manns.“
@messy.nessy Reply to @itadoriswags ♬ original sound – jenessa
Fyrir utan húsið má sjá snæviþakin fjöll, hafið og höfnina, og nokkrar byggingar sem líta út eins og vöruhús.
Í öðru myndbandi sagði Jennessa að á sumrin og þegar loftslagið er þurrara, þá finnst bæjarbúum gaman að fara í gönguferðir og kajakferðir saman.
„Þannig að ef einhver kveikir óvart í eldhúsinu sínu er allur bærinn horfinn?“ spurði einn í athugasemdum.whittier
Nóg virðist af landsvæði svo fólk geti keypt jörð og byggt á, svona til að flytja úr blokkinni. Að sögn Jennessa er það ekki í boði þar sem landið er í eigu járnbrautarfélags sem hefur engan áhuga á að selja.