People segir að Hackman hafi slegið Harris og síðan kyrkt hann. Harris var faðir unnustu hans og fór Hackman í frí með henni og fjölskyldu hennar daginn eftir að hann myrti verðandi tengdaföður sinn.
Lík Harris fannst í október 2022 í Portland þegar lögreglumenn brugðust við tilkynningu um „dularfullar aðstæður“.
Hackman var handtekinn síðar í mánuðinum, grunaður um að hafa myrt Harris.
Líkið var í svefnpoka sem hafði verið hent í gróðurþykkni. Krufning leiddi í ljós að Harris hafði verið sleginn í höfuðið með hamri og síðan kyrktur með hundaól að sögn The Oregonian.
Upptökur úr eftirlitsmyndavél sýndu Hackman setja handklæði fyrir eldhúsgluggann heima hjá Harris daginn sem hann myrti hann. Upptakan sýndi einnig að unnusta hans aðstoðaði hann við að bera þunga tunnu út í bílinn hennar.
Daginn eftir morðið fór Hackman í frí með unnustu sinni og fjölskyldu hennar.
Hackman gerði samning við ákæruvaldið og var dæmdur í 19 ára fangelsi eftir að hafa játað morðið.
Þegar unnustan var yfirheyrð sagðist hún ekki hafa vitað að lík var í tunnunni og taldi sig vera að hjálpa Hackman að losna við rusl.