Gestum á baðströndinni í Dahag í Egyptalandi brá mjög í brún fyrir nokkrum árum þegar þeir sáu hvað tveir menn komu með upp úr sjónum.
Skömmu áður hafði rússnesk fjölskylda skellt sér út í sjóinn.
Annar mannanna, eldri maður, hélt á nýfæddu barni og yngri maðurinn hélt á litlum bala sem fylgjan var í en barnið var enn tengt við hana í gegnum naflastrenginn.
Skömmu á eftir þeim kom síðan eiginkona yngri mannsins upp úr. Hún hafði fætt barnið í sjónum. Ekki var að sjá annað en að hún líktist strandgestum sem bregða sér út í sjóinn.
Daily Mail skýrði frá þessu og segir að ljósmyndarinnar Hadia Hosny El Said hafi náð myndum af þessu af svölunum á hótelherbergi sínu. Samkvæmt því sem El Said sagði þá var eldri maðurinn fæðingarlæknir sem aðstoðaði foreldrana við fæðinguna.
Ekki var annað að sjá en móður og barni heilsaðist vel.
Myndirnar af þessu fóru í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum og vöktu mikla athygli.