fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

NASA ætlar að koma upp sviflest á tunglinu

Pressan
Laugardaginn 18. maí 2024 08:31

Þá vitum við hvernig lofthjúpur tunglsins varð til.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að á næsta áratug sé stefnt að því að koma upp bækistöð fyrir geimfara á tunglinu og um leið sviflest.

Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. Lestinni verður ekki ætlað að flytja fólk, heldur efni.

En áður en þetta verður að veruleika verður NASA að koma fólki aftur til tunglsins en þar hefur enginn maður stigið niður fæti síðan á áttunda áratugnum.  Stefnt er að því að senda fólk til tunglsins 2026 og hefst þá vinna við að koma upp bækistöð þar sem á að vera tilbúin til notkunar 2030.

Líf geimfaranna á tunglinu mun væntanlega líkjast lífinu í Alþjóðlegu geimstöðinni, það er að segja að um langan og strangan vinnudag verður að ræða.

Sviflestin á að létta þeim lífið við að flytja málma og annað sem þeir þurfa að nota til ýmissa hluta. Lestin hefur fengið nafnið Flexible Levitation On A Track (FLOAT) og getur flutt allt að 100 tonn á dag að mati NASA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?