Það var svo á dögunum að hið ótrúlega gerðist en þá fannst Omar á lífi á heimili nágranna síns sem hafði haldið honum í gíslingu í öll þessi ár. Bjó umræddur maður, sem er 61 árs, aðeins 200 metrum frá heimili hans.
Hinn grunaði í málinu er sagður hafa reynt að flýja þegar lögreglu bar að garði en var handtekinn skömmu síðar. Talið er að bróðir hans hafi tilkynnt málið til lögreglu en þeir hafa átt í deilum vegna erfðamáls að undanförnu.
Ekki liggur fyrir hvers vegna Omar var rænt eða hvað hefur drifið á daga hans öll þessi ár.