Í yfirlýsingu frá Kailie neitar hún sök og segir að morðingi eða morðingjar Kim gangi hugsanlega lausir. Kailie, sem er 39 ára, segir í yfirlýsingunni að hún hafi ekki komið nálægt morðinu.
Kim fannst látin á heimili sínu í Maine í Bandaríkjunum. Hún hafði verið stungin 484 sinnum. Líkið var vafið inn í teppi þegar lögreglan kom á vettvang. Það var bróðir hennar sem kom að henni látinni.
Karlmaður að nafni Donnell Dana var einnig ákærður fyrir morðið en kviðdómur gat ekki komist að niðurstöðu um sekt hans þegar málið var tekið fyrir dóm í desember á síðasta ári. Hann játaði síðar að hafa hindrað framgang réttvísinnar með því að hafa falið sönnunargögn.
Donnel og Kailie eiga barn saman og hafa búið saman síðan 2021 að sögn Portland Press Herald.