fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Stakk vinkonu sína 500 sinnum

Pressan
Þriðjudaginn 14. maí 2024 07:30

Kailie Brackett. Mynd:WASHINGTON COUNTY JAIL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl 2022 var Kim Neptune, 43 ára, stungin til bana. Morðinginn dró ekki af sér því Kim var stungin tæplega 500 sinnum. Í síðustu viku var Kailie A. Brackett dæmd í 55 ára fangelsi fyrir morðið en hún og Kim höfðu verið vinkonur árum saman.

Í yfirlýsingu frá Kailie neitar hún sök og segir að morðingi eða morðingjar Kim gangi hugsanlega lausir. Kailie, sem er 39 ára, segir í yfirlýsingunni að hún hafi ekki komið nálægt morðinu.

Kim fannst látin á heimili sínu í Maine í Bandaríkjunum. Hún hafði verið stungin 484 sinnum. Líkið var vafið inn í teppi þegar lögreglan kom á vettvang. Það var bróðir hennar sem kom að henni látinni.

Karlmaður að nafni Donnell Dana var einnig ákærður fyrir morðið en kviðdómur gat ekki komist að niðurstöðu um sekt hans þegar málið var tekið fyrir dóm í desember á síðasta ári. Hann játaði síðar að hafa hindrað framgang réttvísinnar með því að hafa falið sönnunargögn.

Donnel og Kailie eiga barn saman og hafa búið saman síðan 2021 að sögn Portland Press Herald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni