Fimmtán ára rússneskur drengur liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir að hafa fengið öflugt raflost í kynfæri sín um borð í rafmagnslest í Mosku. Drengurinn var að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðla þegar hann stökk um borð í lestina en svo illa vildi til að hann rak klofið utan í rafmagnskapal og varð fyrir kröftugu raflosti.
Drengurinn féll sárkvalinn niður á lestarteinana en viðstaddir farþegar náðu að draga hann upp á brautarpallinn þar sem hann lá þar til viðbragðsaðila bar að.
Í umfjöllun Daily Mail um atvikið segir að kynfæri drengsins hafi beinlínis „verið brunnin“ og hann muni þurfa að lifa með alvarlegum meiðslum sínum ef læknum tekst að bjarga lífi hans.
„Straumurinn fór í gegnum kynfærasvæði hans,“ segir í umfjöllun NTV-sjónvarpsstöðvarinnar en auk þess hlaut drengurinn marskonar önnur meiðsli við óhappið.