Það voru plönturnar C. eugeniodes og C. canephora sem blönduðust og til varð ný planta sem heitir C. arabica. Það er einmitt sú planta sem sér okkur fyrir arabica kaffinu.
Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt nýlega í vísindaritinu Nature Genetics. Í henni rannsökuðu vísindamenn erfðamengi C. arabica og komust að því að plantan hafi orðið til við blöndun C. eugeniodes og C. canephora.
Þetta gerðist fyrir um einni milljón ára í skógum þar sem nú er Eþíópía. Við blöndun tegundanna fékk nýja tegundin tvö sett af litningum frá hvorri. Þetta gæti hafa orðið til þess að nýja tegundin hafði ákveðið forskot á aðrar tegundir þegar kom að því að þrífast og laga sig að nýjum aðstæðum.
C. arabicaer mjög mikilvæg planta fyrir okkur nútímafólkið því um 60% af kaffiuppskeru heimsins kemur frá þessari tegund.