fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Pressan
Föstudaginn 3. maí 2024 08:04

Minningarathöfn var haldin eftir harmleikinn árið 2019.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Jerry Boylan var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir sinn þátt í dauða 34 einstaklinga um borð í skipi hans í september 2019.

Eldur kom upp í skipinu snemma morguns þann 2. september 2019 þegar það var undan ströndum Kaliforníu. Farþegar um borð voru í köfunarleiðangri en alls voru 39 einstaklingar um borð. Þeir fimm sem komust lífs af voru starfsmenn skipsins sem sváfu á efra þilfari en þeir sem létust sváfu á neðra þilfarinu. Boylan var sá fyrsti til að forða sér frá borði.

Boylan átti yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi vegna málsins og fóru verjendur hans fram á að hann fengi fimm ára skilorðsbundinn dóm auk þess að sæta þriggja ára stofufangelsi. Bentu þeir á að Boylan hafi gengið í gegnum dimman dal á síðustu árum og sé þjakaður af sorg yfir því hvernig fór.

Talið er að þeir sem létust hafi dáið vegna reykeitrunar og þá voru uppi áhöld í málinu um hvort farþegar hafi fengið kynningu á neyðarútgöngum um borð áður en haldið var af stað í ferðina sem átti að standa í þrjá daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana