Eldur kom upp í skipinu snemma morguns þann 2. september 2019 þegar það var undan ströndum Kaliforníu. Farþegar um borð voru í köfunarleiðangri en alls voru 39 einstaklingar um borð. Þeir fimm sem komust lífs af voru starfsmenn skipsins sem sváfu á efra þilfari en þeir sem létust sváfu á neðra þilfarinu. Boylan var sá fyrsti til að forða sér frá borði.
Boylan átti yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi vegna málsins og fóru verjendur hans fram á að hann fengi fimm ára skilorðsbundinn dóm auk þess að sæta þriggja ára stofufangelsi. Bentu þeir á að Boylan hafi gengið í gegnum dimman dal á síðustu árum og sé þjakaður af sorg yfir því hvernig fór.
Talið er að þeir sem létust hafi dáið vegna reykeitrunar og þá voru uppi áhöld í málinu um hvort farþegar hafi fengið kynningu á neyðarútgöngum um borð áður en haldið var af stað í ferðina sem átti að standa í þrjá daga.