Donnachadh McCarthy, umhverfissinni og rithöfundur, ræddi þetta við BBC og sagði að það fylgi því eiginlega ekki neinn heilsufarslegur ávinningur að fara í bað.
„Af hverju þvoum við okkur? Aðallega af því að við erum hrædd um að einhver segi við okkur að það sé vond lykt af okkur,“ sagði hann.
Hann segist sjálfur aðeins fara í bað einu sinni í mánuði og það sé gert til að vernda umhverfið. Hann sagði að hann hafi dvalið með Yanomami-ættflokknum í Amazonfrumskóginum í tvær vikur og sú dvöl hafi veitt honum innblástur að því að fara bara í bað einu sinni í mánuði.
Hann segist þvo sér annan hvern dag með þvottapoka og noti hann til að skrúbba líkamann vel.
Mörgum þykir kannski svolítið undarlegt að heyra að það sé engin þörf á að fara í bað daglega en margir sérfræðingar taka undir með McCarthy og segja að þetta geti verið hættulegt heilsu fólks.
Dr. Julie Russak, húðsjúkdómalæknir á Manhattan í New York, sagði í samtali við The New York Post að langar og daglegar baðferðir geti orðið til þess að örverur hverfi af húðinni en þeim sé ætlað að vernda hana og séu mjög mikilvægar fyrir heilbrigði líkamans.
Dale Southerton, prófessor í félagsfræði við University og Bristol, sagði að fólk þvoi líkaman sinn oftar en forfeður okkar gerðu. Mesta breytingin hafi átt sér stað á síðustu 100 árum.
Joyce Park, húðsjúkdómalæknir, sagði ekki sé hægt að benda á eina aðferð eða tíðni, sem hentar öllum, þegar kemur að því að þvo húðina og hárið. Tíðnin sé háð því hvernig húð og hár fólks sé, hversu mikið það svitnar og hversu skítugt það verður.