fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Pressan
Föstudaginn 3. maí 2024 07:00

Hún stakk byssuhlaupinu upp í unnustuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hún hafði farið til kírópraktors, karlmanns, fékk hún skýr skilaboð frá unnustu sinni um að hún skyldi fara í bað. Unnustan var ekki sátt við að karlmaður hefði snert hana.

Viku síðar hófst ofbeldið. „Ég hugsaði með mér að annað hvort myndi ég taka eigið líf eða að hún myndi drepa mig,“ sagði konan síðar.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að konan sé ein fjögurra kvenna sem fékk staðfestingu undirréttar í Buskerud, í síðustu viku, fyrir því að fyrrum unnusta þeirra hafi beitt þær ofbeldi. Andlegu og líkamlegu.

Í dómnum kemur fram að konurnar hafi ekki bara verið lamdar og sparkað í þær, hún hafi einnig stýrt því hverja þær máttu umgangast og hafi verið mjög afbrýðissöm.

Konurnar sögðu að konan hefði eytt prófílum þeirra á samfélagsmiðlum og hlaðið niður appi í síma þeirra sem hún gat notað til að fylgjast með ferðum þeirra.

„Eftirlitið var rosalegt. Einu sinni var ég heima hjá foreldrum mínum og hún varð brjáluð því hún sá ekki á kortinu að ég var þar. Það leit út fyrir að ég væri í húsinu við hliðina,“ sagði ein konan fyrir dómi.

Konurnar sögðust einnig hafa fengið hótanir frá hinni dæmdu: „Fuck me once, I screw you twice,“ sagði hún við eina konuna sem sagði einnig að konan hafi stungið skammbyssu upp í munn hennar. „Ég man ekki hvenær það gerðist, en ég man bragðið af henni, litinn á henni,“ sagði hún.

Konan var dæmd í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi og til að greiða hverri og einni af unnustum fyrrverandi sem svarar til 1,5 milljóna íslenskra króna í miskabætur.

Hin dæmda hélt fram sakleysi sínu en viðurkenndi að ástarsamböndin hafi verið stormasöm. Hún játaði þó að hafa slegið unnustur sínar með flötum lófa og að hafa hrint þeim en sagðist ekki bera ábyrgð á þessu ein. Þess utan hafi konurnar ýkt mjög.

Konan gæti átt önnur réttarhöld yfir höfði sér vegna máls tengdu fimmtu fyrrum unnustunni. Þær gengu í hjónaband 2021 og eignuðust barn saman. Ári síðar lést konan eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum.

Lögregluna grunar að hin dæmda hafi átt hlut að máli varðandi dauðsfallið, hafi gerst sek um manndráp af gáleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana