Rapparinn sem um ræðir, hinn 32 ára Tommaj Salehi, var handtekinn árið 2022 eftir að hafa talað opinberlega fyrir stuðningi við mótmælin. Hann var dæmdur í sex ára fangelsi í fyrra og var um tíma sleppt lausum gegn tryggingu. Hann var handtekinn á nýjan leik eftir að hafa sagt frá því að hann hefði sætt pyntingum í haldi lögreglu. Var hann í einangrun í 252 daga í kjölfarið.
Fréttastofa Reuters segir frá því að Salehi hafi tuttugu daga til að áfrýja dómnum. Er mögulegt að dómurinn verði mildaður ef Salehi sýnir iðrun í málinu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt dauðarefsinguna harðlega.