fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum

Pressan
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælafyrirtækið Nestlé bætir sykri við vörur sínar ætlaðar börnum sem seldar eru á mörkuðum í fátækum ríkjum. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós sem samtökin Public Eye og International Baby Food Action Network stóðu fyrir.

Sjónum var einkum beint að tveimur vinsælum vörum fyrirtækisins, Cerelac-ungbarnablöndunni og  Nido-mjólkurdufti. Í ljós kom að vörurnar sem seldar eru í fátækari ríkjum innihéldu allt að 7,3 grömmum meira magn af viðbættum sykri í hverjum skammti en vörur sem seldar eru á öðrum mörkuðum þar sem tekjur fólks eru hærri.

Sem dæmi inniheldur Ceralac sem selt er í Taílandi, Eþíópíu, Suður-Afríku, Pakistan og Indlandi allt að sex grömm af viðbættum sykri. Þessi sama vara sem seld er í Bretlandi og Þýskalandi inniheldur hins vegar engan viðbættan sykur.

Í sumum ríkjum, til dæmis Nígeríu, Senegal og Filippseyjum, var ekki að finna neinar upplýsingar um viðbættan sykur í Ceralac. Nido-mjólkurduftið sem selt er í fátækari ríkjum inniheldur einnig meiri sykur en þó ekki í eins miklum mæli og Ceralac.

Samtökin Public Eye segja að með þessu sé Nestlé að ýta undir sykurneyslu í fátækari ríkjum og stuðla að offitu. Nestlé segir hins vegar að sykurmagnið fari eftir ýmsu, til dæmis mismunandi reglugerðum í mismunandi löndum og aðgangi að hráefnum sem nauðsynlegt er í vörurnar.

Eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar tilkynntu yfirvöld í Indlandi og Bangladess að þau hefðu hafið rannsókn á því hverju sætir að sykraðri vörur rata frekar á markað þar en annars staðar. Segja indversk yfirvöld að gripið verði til aðgerða gegn Nestlé ef fyrirtækið er meðvitað að ýta undir sykurneyslu að ósekju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana