fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Pressan
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 04:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að vera einhleyp(ur) og það veit Stewart Lucas Murrey svolítið um. Í leit sinni að hinni einu sönnu ást setti hann sig í samband við fjölda kvenna með aðstoð hinna ýmsu stefnumótaappa. En ástina fann hann ekki. En hins vegar fundu konurnar hver aðra, sem var óheppilegt fyrir hann.

Þær fundu hver aðra í gegnum Facebookhópinn „Erum við að deita sama manninn? – Los Angeles“ en um 54.000 manns tilheyra þeim hópi.

Þar skrifuðu margar konur mjög illa um Murrey og „slæma framkomu hans á stefnumótaöppum“. Hann komst að þessu og nú hefur hann höfðað mál á hendur að minnsta kosti 10 konum vegna skrifa þeirra. Los Angeles Times skýrir frá þessu.

Hann er ekki sá fyrsti sem höfðar mál á hendur svona hópi vegna ummæla af þessu tagi, mörg dæmi eru um slíkar málshöfðanir.

Murrey segir að staða hans í samfélaginu hafi beðið hnekki vegna hinna mörgu ósönnu, að hans sögn, ummæla sem hafa verið skrifuð um hann í Facebookhópnum.

Hann segist vera fórnarlamb kynbundinnar mismununar af því að hann fékk ekki að gerast félagi í hópnum til að bregðast við þeim ásökunum sem voru settar fram gegn honum þar.

Hann krefur konurnar 10 um 2 milljónir dollara í miskabætur vegna ummæla þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana