Þær fundu hver aðra í gegnum Facebookhópinn „Erum við að deita sama manninn? – Los Angeles“ en um 54.000 manns tilheyra þeim hópi.
Þar skrifuðu margar konur mjög illa um Murrey og „slæma framkomu hans á stefnumótaöppum“. Hann komst að þessu og nú hefur hann höfðað mál á hendur að minnsta kosti 10 konum vegna skrifa þeirra. Los Angeles Times skýrir frá þessu.
Hann er ekki sá fyrsti sem höfðar mál á hendur svona hópi vegna ummæla af þessu tagi, mörg dæmi eru um slíkar málshöfðanir.
Murrey segir að staða hans í samfélaginu hafi beðið hnekki vegna hinna mörgu ósönnu, að hans sögn, ummæla sem hafa verið skrifuð um hann í Facebookhópnum.
Hann segist vera fórnarlamb kynbundinnar mismununar af því að hann fékk ekki að gerast félagi í hópnum til að bregðast við þeim ásökunum sem voru settar fram gegn honum þar.
Hann krefur konurnar 10 um 2 milljónir dollara í miskabætur vegna ummæla þeirra.