Fjallgarðurinn er um 800 til 1.200 metra undir yfirborði Kyrrahafsins. Vísindamenn við Schmidt Ocean stofnunina fóru nýlega þangað í rannsóknarleiðangur og uppgötvuðu þetta fjölbreytta dýralíf.
Live Science segir að þeir hafi fundið margar dýrategundir þar sem voru áður þekktar en einnig hafi þeir fundið um 50 áður óþekktar tegundir.
Annar leiðangur frá Schmidt Ocean stofnuninni uppgötvaði 100 áður óþekktar tegundir undan ströndum Chile í janúar.
Javier Sellanes, prófessor í sjávarlíffræði sem stýrði báðum leiðöngrunum, sagði í yfirlýsingu að það sem fannst í þessum tveimur leiðöngrum sýni hversu lítið við vitum um þessi afskekktu svæði.