Live Science segir að í minnisblaði sem var sent til NASA sé stofnuninni falið að búa til tímabelti fyrir tunglið fyrir 2026.
Tungltíminn verður mældur öðruvísi en jarðtíminn. Ástæðan er að þar sem þyngdaraflið er minna á tunglinu en jörðinni, þá líður tíminn hægar þar en hér hjá okkur. Munar þar einum 58,7 míkrósekúndum á sólarhring. Þetta er auðvitað ekki mikill munur í okkar augum en þetta getur haft mikil áhrif á hárnákvæman tækjabúnað geimfara og gervitungla.
NASA stefnir á að senda fólk til tunglsins 2026 og þá er eins gott að búið sé að koma tímamælingunum í lag.
Með því að senda fólk til tunglsins mun NASA taka stórt skref í átt að næsta verkefni sínu sem er að senda fólk til Mars.