fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Stórt vandamál á lítilli eyju – Fólk getur fengið þær ókeypis

Pressan
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 08:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á ítölsku eyjunni Alicudi glíma við stórt vandamál og vonast eyjaskeggjar til að hægt verði að leysa það sem fyrst. Vandamálið er að geitur hafa gert sig mjög heimakomnar á eyjunni og eru nú orðnar svo margar að eyjaskeggjum blöskrar.

Bæjarstjórinn á eyjunni segir að geiturnar valdi íbúum þessarar litlu eyju miklum vanda. Hún er norðan við Sikiley.

Corriere della Sera segir að til að reyna að leysa vandann vilji yfirvöld nú gefa þeim Ítölum sem vilja geit. Þetta er því gullið tækifæri fyrir þá Ítali, sem hefur alltaf dreymt um að eignast geit, til að eignast eina slíka án þess að þurfa að greiða fyrir hana.

Geitunum hefur fjölgað svo mikið á eyjunni að nú eru þær sex sinnum fleiri en íbúarnir. Hér áður fyrr héldu þær sig á toppi fjalls eins á eyjunni en þeim hefur fjölgað svo mikið að þær hafa leitað niður eftir hlíðunum og þar með eru þær komnar nær fólkinu sem þar býr. Þær eyðileggja steinveggi, leggja garða í rúst og fara jafnvel inn í hús.

Riccardo Gullo, bæjarstjóri, hefur því stungið upp á því að áhugasamir geti fengið geit sér að kostnaðarlausu. „Við viljum alls ekki aflífa þær og því datt okkur í hug að gefa þær. Allir geta óskað eftir geit. Þú þarft ekki að vera bóndi til þess og það er ekkert þak á hversu margar maður getur fengið. Nú þegar hafa margir áhugasamir hringt og sagst vilja taka margar geitur. Meðal annars bóndi sem framleiðir Riccota-ost,“ sagði Gullo.

Áhugasamir hafa frest til og með 10. apríl til að óska eftir að fá ókeypis geit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin