fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Rannsóknin á hvarfi Madeleine McCann gæti verið í hættu – Lykilvitnið er að deyja

Pressan
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 04:05

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lykilvitni í máli Madeleina McCann er að deyja úr krabbameini og gæti það stefnt rannsókn málsins í hættu.

Hinn grunaði í málinu, hinn þýski Christian X, er fyrir dómi þessa dagana vegna mála sem tengjast hvarfi Madeleine ekki. Um þrjár nauðganir og tvö önnur kynferðisbrot er að ræða. Hann neitar sök.

Sky News segir að lögreglan hafi árum saman reynt að afla nægra sönnunargagna til að geta ákært Christian B fyrir hvarf Madeleine.

Það var fyrrum vinur hans, Helge Busching, sem beindi sjónum lögreglunnar að Christian B fyrir sjö árum þegar hann sagði Lundúnalögreglunni, Scotland Yard, að vinur sinn hefði „játað“ að hafa numið Madeleine á brott með því að segja „hún grét ekki þegar ég tók hana“.

Busching, sem á sakaferil að baki, bar vitni fyrir þýskum dómstól í síðustu viku. Þar var hann spurður um hlutverk hans í rannsókninni á máli Madeleine. Hann sagði að breskir lögreglumenn hefðu komið til hans til að yfirheyra hann og hafi verið hjá honum í þrjá daga.

Kunningi Busching, Michael Tatschl, kom fyrir dóm á föstudaginn og sagði Busching sé með krabbamein og eigi ekki langt eftir ólifað. Tatschl sagði einnig að Christian B hafi stært sig af að hafa brotist inn í íbúðir ferðamanna í Algarve á meðan þeir sváfu. Hann sagði að Christian B hafi eitt sinn sagt sér að hann hefði brotist nakinn inn í íbúð en þá hafi stúlka vaknað og öskrað.

Tatschl sagðist hafa kynnst Christian B í Algarve í Portúgal fyrir um 20 árum. Þeir hafi átt sameiginleg áhugamál og náð saman vegna þeirra. Þeir voru báðir dæmdir í fangelsi 2006 fyrir þjófnað á dísilolíu. Það var í fangelsinu sem Christian B skýrði honum frá lífsstíl sínum.

Tatschl sagði að aðrir vinir Christian B hafi sagt sér frá myndbandi, sem þeir fundu í húsinu hans í Algarve, þar sem Christian B á að sjást þegar hann nauðgar eldri konu.

Hann sagði einnig að kynlífsleiktæki á borð við svipur og handjárn hafi legið hér og þar um hús Christian B og einnig hafi Christian B geymt þýfi á heimilinu, þar á meðal 500 vegabréf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“