fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Lýsa yfir neyðarástandi vegna þurrka

Pressan
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 08:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve, lýsti í síðustu viku yfir neyðarástandi í Simbabve vegna þurrka. Stjórnvöld í landinu feta þar með í fótspor stjórnvalda í Sambíu og Malaví sem hafa einnig lýst yfir neyðarástandi vegna þurrka en miklir þurrkar herja á stóran hluta sunnanverðrar Afríku.

Þegar Mnangagwa lýsti neyðarástandinu yfir óskaði hann eftir alþjóðlegri aðstoð upp á tvo milljarða dollara. Hann sagði að úrkoma hefði „verið minni en venjulega“ í 80% landsins vegna áhrifa El Nino veðurfyrirbærisins.

El Nino er veðurfyrirbæri sem gerir vart við sig í Kyrrahafi á nokkurra ára fresti. El Nino hefur áhrif á veður víða um heim. Í suðurhluta Afríku er úrkoma venjulega undir meðallagi þau ár sem áhrifa El Nino gætir.

Þurrkarnir á þessu ári eru þeir verstu áratugum saman og segja sérfræðingar að ástæðan sé að El Nino magni áhrif loftslagsbreytinganna sem eiga sér stað af mannavöldum.

Regntímabilinu seinkaði í suðurhluta Afríku að þessu sinni og úrkoman er undir meðallagi. Þetta hefur eyðilagt uppskeru í stórum hluta sunnanverðrar álfunnar að sögn hjálparsamtaka og þarfnast milljónir manna mataraðstoðar.

Talið er að níu milljónir manna hafi orðið fyrir áhrifum þurrkanna í Malaví og rúmlega sex milljónir í Sambíu að sögn UNICEF. Neyðarástandi var lýst yfir í báðum löndunum í síðasta mánuði.

Hjálparstofnanir segja að tæplega 3 milljónir manna eigi á hættu að glíma við hungur í Simbabve. Matvælahjálp SÞ er nú þegar að störfum í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana