fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Segja um tímamót að ræða – Bóluefni gegn lungnakrabbameini er í þróun

Pressan
Sunnudaginn 7. apríl 2024 13:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„LungVax“ er nafnið á nýju bóluefni sem vísindamenn eru að þróa. Ætlunin er að þetta verði fyrsta bóluefnið sem kemur í veg fyrir lungnakrabbamein hjá fólki sem er í mikilli hættu á að fá slíkt krabbamein.

Sky News skýrir frá þessu og segir að það séu vísindamenn við University of Oxford, Francis Crick Institute og University College London sem vinna að þróun bóluefnisins.

Lola Manterola, formaður samtakanna Cris Cances Foundation í Lundúnum, sagði í samtali við Sky News að um „tímamótaverkefni“ sé að ræða þar sem stórt stig sé tekið í átt að því að koma í veg fyrir krabbamein.

Vísindamennirnir nota að sögn svipaða tækni og var notuð til að þróa bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 við þróun nýja bóluefnisins. Markmiðið er að það virki ónæmiskerfið og fái það til að drepa krabbameinsfrumur og stöðvi lungnakrabbamein.

Verkefnið er enn á frumstigi en vísindamennirnir hafa fengið fjárveitingu upp á sem svarar til um 300 milljóna íslenskra króna til að búa til 3.000 skammta af bóluefninu.

Ef þeim tekst að búa til bóluefni sem fær ónæmiskerfið til að bregðast við, hefjast klínískar tilraunir með það að sögn Sky News. Ef niðurstöður þeirra verða jákvæðar getur það leitt til þess að tilraunir hefjist á fólki sem er í mikilli hættu á að fá lungnakrabbamein. Í þeim hópi er aðallega fólk á aldrinum 55 til 74 ára sem reykir eða hefur reykt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni