fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Dönsk yfirvöld búa sig undir næsta heimsfaraldur og auka viðbúnað sinn

Pressan
Sunnudaginn 7. apríl 2024 16:30

Næsti heimsfaraldur getur brostið á hvenær sem er. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hyggjast innleiða „heimsfaraldurstryggingu“ en í henni felst að öllum landsmönnum verður tryggður aðgangur að bóluefni ef „heimsfaraldur inflúensu“ kemur upp.

Berlingske skýrir frá þessu og segir að þetta hafi komið fram í skýrslu sem Sophie Løhde, heilbrigðisráðherra, flutti heilbrigðisnefnd þingsins nýlega.

Í máli hennar kom fram að öllum landsmönnum verði boðið upp á bólusetningu og til að það sé hægt verði að vera til 11,7 milljónir skammta af bóluefni en landsmenn eru um 5,5 milljónir. Venjulega eru gefnir tveir skammtar af bóluefni og því þarf tæplega 12 milljón skammta til að hægt sé að bólusetja alla landsmenn.

Samkvæmt núgildandi áætlunum á að vera hægt að bólusetja tæplega tvær milljónir landsmanna og því þarf að grípa til umfangsmikilla aðgerða til að hægt verði að bjóða öllum landsmönnum upp á bólusetningu ef til heimsfaraldurs kemur.

Innanríkis- og heilbrigðismálaráðuneytið segir að „heimsfaraldurstryggingin“ verði virkjuð þegar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsir því yfir að heimsfaraldur sé skollinn á.

Með „tryggingunni“ á að tryggja að dönsk yfirvöld geti keypt bóluefni, gegn heimsfaraldri inflúensu, á markaði sem verður væntanlega „erfiður og dýr“.

Landlæknisembættinu hefur verið falið að kanna stöðuna á markaði til að kortleggja hverjir geta boðið upp á bóluefni en yfirvöld vilja ekki skýra frá hver kostnaður af kaupum á svo miklu magni bóluefna getur orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“