fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa hægt á snúningi jarðarinnar – Getur haft áhrif á hvernig við mælum tímann

Pressan
Laugardaginn 6. apríl 2024 13:30

Hluti af Grænlandsjökli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bráðnun íss á norður- og suðurhvelinu er afleiðing hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum. Þessi bráðnun hefur gert að verkum að það hefur hægt örlítið á snúningi jarðarinnar og það getur haft áhrif á hvernig við mælum tímann.

Sky News skýrir frá þessu og vitnar í nýja rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature. Fram kemur að þrátt fyrir að bráðnun íssins hafi hægt á snúningi jarðarinnar þá snúist hún enn örlítið hraðar en hún gerði áður.

Þessi aukni snúningshraði þýðir að í fyrsta sinn í sögunni þarf „tímavörslufólk“ að íhuga hvort draga eigi sekúndur frá í tímamælingum okkar.

Í rannsókninni kemur fram að þetta geti endað með að í kringum 2029 verði að sleppa einni sekúndu úr árinu til að halda tímamælingum í samræmi við snúning jarðarinnar. Þetta verður þá „neikvæð hlaupárssekúnda“.

Ef ekki væri fyrir bráðnun íssins þá myndi þurfa að gera þetta 2026.

Snúningshraði jarðarinnar hefur aukist á síðustu áratugum vegna breytinga í kjarna hennar en bráðnun íssins hefur unnið gegn þeirri þróun.

Duncan Agnew, höfundur rannsóknarinnar og jarðeðlisfræðingur við Kaliforníuháskóla, sagði í samtali við NBC News að bráðnun íss á Grænlandi og Suðurskautinu hafi breytt því hvernig ísmassi jarðarinnar dreifist. Nú sé minni ís á norður- og suðursvæðum hennar og því sé meiri massi við miðbaug og það hægi á snúningnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni