Ítalska hagstofan skýrði nýlega frá þessu að sögn dpa. Bráðabirgðaniðurstaða frá hagstofunni sýnir að aðeins 379.000 börn fæddust í landinu á síðasta ári. Þetta var ellefta árið í röð sem fæðingartíðnin lækkaði.
2022 fæddust 393.000 börn í landinu en það var í fyrsta sinn sem færri en 400.000 börn fæddust. Ef horft er aftur til ársins 2008 þá fæddust 557.000 börn.
Til að varpa ljósi á stöðuna þá má geta þess að á síðasta ári fæddust sex börn á móti hverjum ellefu dauðsföllum og því fækkaði landsmönnum. Í árslok voru þeir 58,99 milljónir.
Breytingar hafa einnig orðið á meðalaldri þjóðarinnar en hann er nú 46,6 ár og aldrei hafa fleiri verið 100 ára eða eldri, eða 22.500.