Rétt fyrir páska var hringt í lögregluna í úthverfi Detroit í Michigan og tilkynnt um hund sem gengi laus í hverfinu. Lögreglan sótti hundinn og kom honum í umsjá dýraverndunarsamtaka í borginni.
Starfsfólk dýraverndunarsamtakanna uppgötvaði fljótlega að hundurinn, Mishka, var með örmerki sem veitti upplýsingar um eigandann. Það voru því gleðifréttir sem Mehrad fékk þegar hringt var í hann og honum tilkynnt að Mishka væri fundin en ansi langt að heiman.
„Þetta er saga sem Hollywood myndi elska að segja,“ segir í færslu dýraverndunarsamtakanna á samfélagsmiðlum.
Sky News segir að Corinne Martin, forstjóri dýraverndunarsamtakanna, telji að Mishka hafi verið stolið og síðan seld og hafi þannig endað í Michigan.
Eftir skoðun hjá dýralækni og bólusetningu gegn hundaæði fékk hún að snúa aftur heim með Mehrad.