fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Hundur týndist en kom í leitirnar níu mánuðum síðar 3.200 km að heiman

Pressan
Föstudaginn 5. apríl 2024 21:30

Mishka. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan júlí á síðasta ári týndist Terrier hundurinn Mishka. Hún hvarf frá vinnustað eiganda síns í San Diego í Kaliforníu. Eigandi hennar, Mehrad Houman, auglýsti eftir henni á samfélagsmiðlum en án árangurs.

Rétt fyrir páska var hringt í lögregluna í úthverfi Detroit í Michigan og tilkynnt um hund sem gengi laus í hverfinu. Lögreglan sótti hundinn og kom honum í umsjá dýraverndunarsamtaka í borginni.

Starfsfólk dýraverndunarsamtakanna uppgötvaði fljótlega að hundurinn, Mishka, var með örmerki sem veitti upplýsingar um eigandann. Það voru því gleðifréttir sem Mehrad fékk þegar hringt var í hann og honum tilkynnt að Mishka væri fundin en ansi langt að heiman.

„Þetta er saga sem Hollywood myndi elska að segja,“ segir í færslu dýraverndunarsamtakanna á samfélagsmiðlum.

Sky News segir að Corinne Martin, forstjóri dýraverndunarsamtakanna, telji að Mishka hafi verið stolið og síðan seld og hafi þannig endað í Michigan.

Eftir skoðun hjá dýralækni og bólusetningu gegn hundaæði fékk hún að snúa aftur heim með Mehrad.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi