Þetta er kannski ástæðan fyrir að líffræðingurinn Alicia Mateos-Cárdenas ákvað að gera tilraun með tepoka, sem eru sagðir lífrænir, frá hinni vinsælu bandarísku verslunarkeðju Tesco. Hún gróf 16 tepoka niður í garðinum sínum og fylgdist með hvað gerðist.
Framleiðandinn leggur áherslu á að pokarnir brotni lífrænt niður en óhætt er að segja að niðurstaða tilraunar Alicia gefi fullt tilefni til að efast um þá fullyrðingu.
Þegar hún gróf tepokana upp eftir þrjár vikur höfðu þeir ekki látið neitt á sjá. Sama var uppi á teningnum eftir þrjá og sex mánuði, engin ummerki voru um að þeir væru farnir að brotna niður.
Enga breytingu var að sjá eftir að tepokarnir höfðu verið eitt ár ofan í jörðinni.
Mañana a las 17:00 (hora peninsular española) estaré haciendo un #instagramlive en la cuenta de @surfriderespana hablando sobre bioplásticos, biodegradación y bolsitas de té! 🫖♻️🔬#sostenibilidad #plasticos #MedioAmbiente pic.twitter.com/DmDCgAPtJX
— Dr Alicia Mateos-Cárdenas (@AliciaMateos_) February 21, 2023
Þetta vekur auðvitað upp spurningu um hvaða efni eru notuð við framleiðslu tepokanna og fullyrðinganna um að þeir séu umhverfisvænir.
Á sama tíma og neytendur kalla í sífellt meiri eftir umhverfisvænum vörum þá leiddi tilraun Alicia í ljós í ljós að allt að 90% af tepokunum innihald örplast. Vitað er að örplast hefur skaðleg áhrif á umhverfið.
En það er ekki nóg með að það sé örplast í þeim því Alicia uppgötvaði einnig að þeir innihalda klór, skordýraeitur og gerviefni.