Sfinxinn er 4.500 ára gamall minnisvarði í Giza. Hann stendur fyrir framan Khafre pýramídann.
Live Science segir að samkvæmt því sem kemur fram í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Physical Review Fluids, þá hafi menn mótað Sfinxin úr veðurbörðum kletti sem hafði tekið á sig einhverskonar mynd af sfinxi.
Vísindamennirnir, sem eru frá New York háskóla, segja að ef Egyptar hafi skapað Sfinxin úr veðurbörðum kletti, þá hafi þeir þurft að móta hann af mikilli nákvæmni og þannig hafi þeir gefið honum hið þekkta útlit hans sem hefur lifað af í mörg þúsund ár.
Vísindamennirnir settu mjúkan leir, með hörðu efni innan í, í vatnsgöng þar sem hraður straumur líkir eftir veðrun í mörg þúsund ár. Í upphafi „veðraði“ vatnið leirinn í hálfhring. Þegar „veðrunin“ hélt áfram tók hann á sig mynd sfinx.
Leif Ristroph, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði Live Science að með þessu hafi verið sýnt fram á að veðrun getur skapað form sem líkist liggjandi ljóni með reist höfuð.