fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Tókst að rækta kál og tómata í geimnum

Pressan
Laugardaginn 23. mars 2024 09:30

Kínverjum tókst meðal annars að rækta tómata í geimstöðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kál, tómatar og annað grænmeti vex nú í kínversku Tiangong geimstöðinni sem er á braut um jörðina.

Kínverskir geimfarar hafa stundað garðyrkju af kappi um borð í Tiangong geimstöðinni og hefur tekist að rækta kál, tómata og fleiri tegundir.

Til að gera samanburð á ræktuninni og ræktun hér á jörðinni var eftirlíking af geimstöðinni sett upp hér á jörðinni og geta vísindamenn þannig borið niðurstöður ræktunarinnar saman og gert nákvæmar rannsóknir á hvernig plöntur vaxa mismunandi í geimnum og hér á jörðinni.

Live Science segir að þetta sé hluti af langtímaverkefni til að undirbúa langar mannaðar geimferðir.

Yang Renze, hjá kínversku geimferðastofnuninni, sagði í samtali við CCTV að grænmetisræktun sé lykilatriði þegar kemur að geimferðum og markmiðið sé að geta ræktað mikið magn á skjótan hátt. Gænmetið geti dregið koltvíoxíð í sig og framleitt súrefni með ljóstillífun og endurunnið og hreinsað vatn.

Kínverjar stefna á að senda fólk til tunglsins fyrir lok áratugarins og að smíða tunglstöð innan næstu tíu ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?