Kristel fór í frí til Púertó Ríkó í júní á síðasta ári og skildi dóttur sína eftir í leikgrind heima hjá sér. Dóttirin, Joilyn, var látin þegar hún kom aftur. Leiddi krufning í ljós að hún hafði dáið úr hungri og alvarlegum vökvaskorti.
Kristel var dæmd í ævilangt fangelsi og á hún enga möguleika á að fá reynslulausn.
Lögreglumenn og aðrir viðbragðsaðilar sem komu að málinu báru vitni í tilfinningaþrungnum réttarhöldum þar sem ljósi var varpað á þá martröð sem stúlkan upplifði sína síðustu daga.
Verjendur Kristel reyndu að færa rök fyrir því að hún hefði ekki verið ábyrg gjörða sinna þegar hún yfirgaf dóttur sína. Hún hafi verið sett á þunglyndislyf í fyrra eftir hafa reynt að skaða sig en hætt á lyfjunum án þess að draga hægt og rólega úr notkuninni, en slíkt geti valdið alvarlegu bakslagi.