fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Svona er Trump sagður ætla að binda endi á stríð Rússlands og Úkraínu

Pressan
Mánudaginn 11. mars 2024 14:03

Putín og Trump verða hugsanlega leiðtogar tveggja öflugustu hervelda heims áður en langt um líður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segir að Donald Trump, kandídat Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum, hafi skýra sýn á það hvernig hann hyggst binda endi á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu.

Orban heimsótti Trump í Mar-a-Lago á Flórída um helgina og er óhætt að segja að heimsókn hans þangað hafi vakið athygli.

Orban, sem er þekktur bandamaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta, ræddi heimsóknina við rússneska fjölmiðilinn Pravda í morgun þar sem ýmislegt áhugavert bar á góma.

Nefndi hann að Trump ætlaði að skrúfa fyrir allar fjárveitingar Bandaríkjanna til handa Úkraínu en með því telur Orban ljóst að Rússar vinni fullnaðarsigur gegn Úkraínu.

„Ef Bandaríkjamenn láta ekki fjármagn og vopn af hendi með ríkjum Evrópu þá mun stríðinu ljúka. Ef Bandaríkin láta ekki fjármagn af hendi mun Evrópa ekki getað fjármagnað varnir Úkraínu upp á eigin spýtur,“ sagði hann.

Orban benti á að Trump væri vissulega ekki orðinn forseti en kollegar hans í Repúblikanaflokknum væru þegar farnir að berjast gegn frekari fjárveitingum til Úkraínu. „Þegar hann kemur aftur [verður forseti] mun hann ekki láta Úkraínu fá krónu. Þá mun stríðinu ljúka. Hann segist ekki vilja fjármagna varnir Evrópu og Evrópubúar eru hræddir við Rússana,“ segir hann.

Viktor Orban
forsætisráðherra Ungverjalands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar