Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá vilja konur helst að typpið ykkar sé í meðallagi stórt.
Vísindamenn við University of Kent komust að þessari niðurstöðu með því að kanna vinsældir 265 kynlífsleikfanga. Þeir rannsökuðu stærð þeirra, úr hvaða efni þau voru gerð, verð og umsagnir notenda.
Rannsóknin leidd í ljós að konur hafa ekki sérstakan áhuga á stórum typpum. Þessi niðurstaða byggist á því að stórir hlutir eru ekki ávísun á betra vellíðan. Þetta styður þá hugmynd að konur telji ekki stærðina skipta mestu máli, það er það hvernig þú notar verkfærið sem skiptir máli.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Sex Research. Í henni kemur fram að þau kynlífstæki sem konur vildu helst kaupa voru að meðaltali 12,3 cm í ummál. Til að setja þessa tölu í samhengi má nefna að í rannsókn frá 2015 komust vísindamenn að þeirri niðurstöðu að meðalummál getnaðarlims er 10,16 cm.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós að lengd kynlífsleiktækjanna var töluvert lengri en meðallengd typpa, eða 17,95 cm. Vísindamennirnir segja að þessi lengdarmunur „sé ekki mikilvægur þáttur þegar spáð er fyrir um vinsældir leikfangs“. Meðallengd typpis karlmanna er 13,10 cm.