fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

13 ára stúlka aðstoðaði við morðið á móður sinni og setti líkið í frysti

Pressan
Mánudaginn 11. mars 2024 22:30

Líkið var geymt í þessum frysti. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

13 ára stúlka hefur játað að hafa haldið móður sinni fastri á meðan 22 ára unnusti hennar stakk móðurina í höfuðið, hnakkann og bringuna. Þetta gerðist þegar til deilna kom þeirra á milli á heimili mæðgnanna í Maceio í Brasilíu þann 1. mars síðastliðinn.

Þegar móðirin var látin sendi stúlkan skilaboð á WhatsApp til vinnufélaga hennar og sagði að hún væri lasin. Þetta gerði hún til að ekki vaknaði grunur um að eitthvað væri að móður hennar. Því næst tróð hún líkinu í frysti eftir að hafa vafið það inn í teppi.

Sendibílstjóri gerði lögreglunni viðvart um málið fjórum dögum síðar eftir að faðir hins meinta morðingja hafði fengið hann til að taka frystinn og fara með hann út í skóg og skilja hann eftir þar.

Samkvæmt frétt Metro játaði stúlkan fyrir lögreglunni að hafa slegið móður sína í höfuðið og að hafa haldið henni niðri á meðan unnustinn stakk hana. Þau hafi síðan hjálpast að við að þrífa morðvettvanginn.

Konan var stungin rúmlega 20 sinnum.

Talsmaður lögreglunnar sagði að unnustinn hafi játað að hafa myrt konuna og að unnusta hans hafi haldið handleggjum hennar föstum og rétt honum hnífinn áður en hann stakk hana. Unnustinn bar við sjálfsvörn en sú saga féll um sjálft sig vegna þess hversu marga áverka konan var með. Faðir unnustans er einnig í haldi lögreglunnar þar sem hann aðstoðaði parið við að fela líkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?