Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þær sýna að með því að sjóða vatnið í 5 mínútur er hægt að losna við að minnsta kosti 90% af því örplasti sem kann að vera í því. Það verða að teljast góð tíðindi því væntanlega gerir örplast okkur ekki neitt gott.
Rannsóknir á áhrifum örplasts á heilsu okkar hafa ekki enn skilað neinum afgerandi niðurstöðum að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Enn sem komið er, er talið að sumt plast sé hættulaust en annað getur drepið frumur í mannslíkamanum, valdið bólgum í þörmum og dregur úr frjósemi músa.
Live Science segir í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Environmental Science and Technology Letters, hafi vísindamenn rannsakað hvernig sér hægt að losna við örplast úr drykkjarvatni á frekar einfaldan hátt heima hjá fólki. Þeir höfðu sérstakan áhuga á hvort það að sjóða vatn myndi minnka plastmagnið í vatninu.
Rannsóknin leiddi í ljós að ef vatn er soðið í 5 mínútur þá minnkar magn örplasts í því um tæplega 90%. Segja vísindamennirnir að með því að sjóða vatn og nota kaffisíu, sé hægt að fjarlæga hættulegt örplast úr vatni.