fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Góðar fréttir fyrir kaffidrykkjufólk

Pressan
Sunnudaginn 10. mars 2024 17:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drekktu kaffi og lifðu lengur. Það má segja að þetta sé niðurstaða vísindarannsókna sem sýna að þeir sem drekka kaffi eru síður líklegri til að þróa sykursýki 2 með sér.

Washington Post skýrir frá þessu. Fram kemur að fólk sem drekkur þrjá til fjóra kaffibolla á dag, sé um fjórðungi ólíklegra til að þróa með sér sykursýki en þeir sem drekka minna kaffi eða ekkert kaffi.

Rannsóknirnar sýna einnig að líkurnar á að þróa með sér sykursýki minnka um 6% fyrir hvern kaffibolla sem drukkinn er daglega. En þetta á þó aðeins við upp í sex bolla á dag.

Það verður að hafa í huga að rannsóknirnar beinast að fylgni en ekki orsakasamhengi. Það geta því verið þættir sem gera að verkum að ekki sé beint orsakasamhengi á milli þess að drekka meira kaffi og minni hættu á að þróa með sér sykursýki.

En fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að kaffi hefur fyrirbyggjandi áhrif gegn þróun sykursýki. Í þessum rannsóknum voru aðrir þættir teknir með í reikninginn.

En þýðir þetta að maður eigi bara að svolgra í sig kaffi í ómældu magni allan daginn. Nei, það er ekki ráðlegt. Ástæðan er að kaffi eykur adrenalínflæðið, hækkar blóðþrýstinginn og blóðsykurmagnið og dregur úr næmi líkamans fyrir insúlíni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“