Washington Post skýrir frá þessu. Fram kemur að fólk sem drekkur þrjá til fjóra kaffibolla á dag, sé um fjórðungi ólíklegra til að þróa með sér sykursýki en þeir sem drekka minna kaffi eða ekkert kaffi.
Rannsóknirnar sýna einnig að líkurnar á að þróa með sér sykursýki minnka um 6% fyrir hvern kaffibolla sem drukkinn er daglega. En þetta á þó aðeins við upp í sex bolla á dag.
Það verður að hafa í huga að rannsóknirnar beinast að fylgni en ekki orsakasamhengi. Það geta því verið þættir sem gera að verkum að ekki sé beint orsakasamhengi á milli þess að drekka meira kaffi og minni hættu á að þróa með sér sykursýki.
En fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að kaffi hefur fyrirbyggjandi áhrif gegn þróun sykursýki. Í þessum rannsóknum voru aðrir þættir teknir með í reikninginn.
En þýðir þetta að maður eigi bara að svolgra í sig kaffi í ómældu magni allan daginn. Nei, það er ekki ráðlegt. Ástæðan er að kaffi eykur adrenalínflæðið, hækkar blóðþrýstinginn og blóðsykurmagnið og dregur úr næmi líkamans fyrir insúlíni.