fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Leita að ummerkjum um tækni geimvera í „stærðfræðilega fullkomnu“ sólkerfi

Pressan
Laugardaginn 9. mars 2024 22:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fjarlægu sólkerfi eru sex plánetur sem hreyfast eftir „stærðfræðilega fullkomnum“ brautum. Stjörnufræðingar uppgötvuðu þetta sólkerfi á síðasta ári en það er í um 100 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Pláneturnar sex eru á braut mjög nálægt stjörnunni og er braut þeirra allra „stærðfræðilega fullkomin“. Þetta hefur vakið mikinn áhuga vísindamanna sem leita að ummerkjum um tækni vitsmunavera utan jarðarinnar. Segja þeir að það myndi sanna að líf sé að finna utan jarðarinnar.

Engin slík ummerki hafa fundist til þessa í sólkerfinu, sem heitir HD 110067, en vísindamenn segja að enn sé verið að leita að ummerkjum.

Útvarpsbylgjur frá gervihnöttum og stjörnusjónaukum streyma út í geiminn héðan frá jörðinni og gervihnöttum okkar sem eru á braut um hana. Það þýðir að ef einhver í öðru sólkerfi horfir til jarðarinnar gæti hann hugsanlega numið útvarpsmerki frá jörðinni.

Það sama á við hér á jörðinni, við gætum numið slíkar merkjasendingar frá plánetum í öðrum sólkerfum.

Þegar tilkynnt var um fund HD 110067 byrjuðu stjörnufræðingar að skanna himininn í leit að ummerkjum um framandi tækni. Notuðu þeir the Green Bank Telescope, sem er stærsti stjörnusjónauki heims, við þessa leit. En þeir fundu engin slík merki en það getur verið erfitt að að greina á milli slíkra merkja og merkja sem eiga sér náttúrulegan uppruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“