Pláneturnar sex eru á braut mjög nálægt stjörnunni og er braut þeirra allra „stærðfræðilega fullkomin“. Þetta hefur vakið mikinn áhuga vísindamanna sem leita að ummerkjum um tækni vitsmunavera utan jarðarinnar. Segja þeir að það myndi sanna að líf sé að finna utan jarðarinnar.
Engin slík ummerki hafa fundist til þessa í sólkerfinu, sem heitir HD 110067, en vísindamenn segja að enn sé verið að leita að ummerkjum.
Útvarpsbylgjur frá gervihnöttum og stjörnusjónaukum streyma út í geiminn héðan frá jörðinni og gervihnöttum okkar sem eru á braut um hana. Það þýðir að ef einhver í öðru sólkerfi horfir til jarðarinnar gæti hann hugsanlega numið útvarpsmerki frá jörðinni.
Það sama á við hér á jörðinni, við gætum numið slíkar merkjasendingar frá plánetum í öðrum sólkerfum.
Þegar tilkynnt var um fund HD 110067 byrjuðu stjörnufræðingar að skanna himininn í leit að ummerkjum um framandi tækni. Notuðu þeir the Green Bank Telescope, sem er stærsti stjörnusjónauki heims, við þessa leit. En þeir fundu engin slík merki en það getur verið erfitt að að greina á milli slíkra merkja og merkja sem eiga sér náttúrulegan uppruna.