fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Svipta hulunni af manninum sem grunaður er um morðið

Pressan
Föstudaginn 8. mars 2024 15:30

Patrick Orren er í haldi lögreglu vegna gruns um morðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem grunaður er um morðið á hinni 47 ára gömlu Samönthu Murphy er 22 ára gamall og heitir Patrick Orren Stephenson.

Samantha hvarf sporlaust snemma á sunnudagsmorgni þann 4. febrúar eftir að hún fór út að skokka frá heimili sínu í Ballarat í Viktoríufylki í Ástralíu. Mjög umfangsmikil leit var gerð í kjölfarið sem skilaði engum árangri.

Sjá einnig: Nýjar vendingar í máli þriggja barna móður sem hvarf sporlaust

Lögregla tilkynnti svo í vikunni að einstaklingur hefði verið handtekinn vegna gruns um morð á henni. Lík hennar hefur ekki fundist en lögregla kveðst viss í sinni sök um að Patrick hafi ráðið henni bana sama dag og hún hvarf.

Dómstólar heimiluðu í morgun að hann yrði nafngreindur í áströlskum fjölmiðlum, en faðir hans spilaði um tíma sem atvinnumaður í Australian Football League.

Patrick og Samantha bjuggu skammt frá hvort öðru en ekki er talið að þau hafi þekkst. Ástralskir fjölmiðlar greina þó frá því að Samantha hafi unnið í St. Francic Xavier-skólanum, hinum sama og Patrick stundaði nám við sem barn. Þá er elsta dóttir Samönthu á svipuðum aldri og Patrick.

Að sögn lögreglu hefur Patrick ekki sagt lögreglu hvar hann kom líkinu fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi