Í tilkynningu, sem lögreglan sendi frá sér, segir að þann 26. febrúar hafi henni borist ábending frá stjúpmóður konunnar um að hún hafi hringt og sagt að henni væri „haldið gegn vilja sínum“ á móteli í Inkster í Michigan. Lögreglan komst fljótlega að því að hér væri um Evergreen mótelið í Inkster að ræða.
Þegar lögreglumenn komu að mótelinu heyrðu þeir kona „öskra og gráta“ í einu herberginu. Þegar lögreglumenn náðu tali af konunni var hún ómeidd líkamlega en „ansi utangátta“.
Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar og fékk síðan að fara til fjölskyldu sinnar.
Lögreglan rannsakar nú hvað átti sér stað á þeim sjö árum sem konan var týnd. Í mótelherberginu fann lögreglan skotvopn, farsíma og fíkniefni.
Einn er grunaður í málinu en hefur ekki verið handtekinn.