fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Hvarf fyrir sjö árum – Fannst á móteli eftir að „öskur og grátur“ heyrðust frá herberginu

Pressan
Föstudaginn 8. mars 2024 04:27

Evergreen mótelið. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Michigan í Bandaríkjunum bjargaði nýlega konu úr mótelherbergi eftir að kona heyrðist „öskra og gráta“ í einu herberginu. Konan, sem er á fertugsaldri, hvarf 2017 og hafði fjölskylda hennar ekki heyrt neitt frá henni síðan.

Í tilkynningu, sem lögreglan sendi frá sér, segir að þann 26. febrúar hafi henni borist ábending frá stjúpmóður konunnar um að hún hafi hringt og sagt að henni væri „haldið gegn vilja sínum“ á móteli í Inkster í Michigan. Lögreglan komst fljótlega að því að hér væri um Evergreen mótelið í Inkster að ræða.

Þegar lögreglumenn komu að mótelinu heyrðu þeir kona „öskra og gráta“ í einu herberginu. Þegar lögreglumenn náðu tali af konunni var hún ómeidd líkamlega en „ansi utangátta“.

Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar og fékk síðan að fara til fjölskyldu sinnar.

Lögreglan rannsakar nú hvað átti sér stað á þeim sjö árum sem konan var týnd. Í mótelherberginu fann lögreglan skotvopn, farsíma og fíkniefni.

Einn er grunaður í málinu en hefur ekki verið handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær