fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Þefskyn prestsins bjargaði lífi hans – Fann undarlega lykt úr kaleiknum

Pressan
Fimmtudaginn 7. mars 2024 04:43

Felice Palamara er með lyktarskyn í góðu lagi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þefskyn ítalska prestsins Felice Palarama bjargaði líf hans í messu þann 24. febrúar. Þegar hann ætlaði að fara að taka sopa úr kaleiknum fann hann undarlega lykt úr honum, klórlykt. Hann sagði söfnuðinum þá að honum liði ekki vel og batt enda á messuna.

Þetta átti sér stað í Nicola di Pannaconi kirkjunni í Cessaniti, sem er lítill bær í Calabria.

Sky News segir að talið sé að mafían hafi verið að verki því Felicie hefur barist gegn glæpum í héraðinu og hefur honum tvisvar áður verið hótað, bíll hans hefur verið skemmdur tvisvar og honum hafa borist morðhótanir.

Í færslu hans á Facebook, nokkrum klukkustundum eftir messuna, sagði hann: „Hefnd mín er ást“.

Attilio Nostro, biskup héraðsins, sagði að Felice þjáist og að „hótanirnar eigi enga samleið með venjulegu lífi hins kristna safnaðar“. Hann biðlaði til kristinna samfélaga um að láta ofbeldi af þessu tagi ekki draga úr sér mátt. Það sé ekki hægt að sætta sig við þetta en ekki megi svara hatri með hatri, vitandi að ekki sé hægt að tala af alvöru við þá sem vilja ekki hlusta.

Lögreglan rannsakar nú málið og er að fara yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum í von um að sá eða þeir sem voru að verki sjáist á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?