Þetta átti sér stað í Nicola di Pannaconi kirkjunni í Cessaniti, sem er lítill bær í Calabria.
Sky News segir að talið sé að mafían hafi verið að verki því Felicie hefur barist gegn glæpum í héraðinu og hefur honum tvisvar áður verið hótað, bíll hans hefur verið skemmdur tvisvar og honum hafa borist morðhótanir.
Í færslu hans á Facebook, nokkrum klukkustundum eftir messuna, sagði hann: „Hefnd mín er ást“.
Attilio Nostro, biskup héraðsins, sagði að Felice þjáist og að „hótanirnar eigi enga samleið með venjulegu lífi hins kristna safnaðar“. Hann biðlaði til kristinna samfélaga um að láta ofbeldi af þessu tagi ekki draga úr sér mátt. Það sé ekki hægt að sætta sig við þetta en ekki megi svara hatri með hatri, vitandi að ekki sé hægt að tala af alvöru við þá sem vilja ekki hlusta.
Lögreglan rannsakar nú málið og er að fara yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum í von um að sá eða þeir sem voru að verki sjáist á þeim.