fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Svona klúðraði lögreglan ítrekuðum tækifærum til að ná raðnauðgara

Pressan
Fimmtudaginn 7. mars 2024 08:00

Iain Packer. Mynd:BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Iain Packer, 51 árs, fundinn sekur um að hafa myrt Emma Caldwell, sem starfaði sem vændiskona, árið 2005 og að hafa nauðgað rúmlega 20 öðrum konum. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi, bæði vegna fjölda fórnarlambanna og vegna þess að lögreglan klúðraði ítrekuðum tækifærum til að hafa hendur í hári hans.

Sky News skýrir frá þessu og segir að afbrotaferill Packer teygi sig aftur til 1999. Fyrir dómi kom fram að hann hafi oft nýtt sér þjónustu vændiskvenna, sem voru háðar fíkniefnum, og hafi lokkað fórnarlömb sín út í afskekktan skóg, um 60 km frá vændishverfinu í Glasgow.

Skapferli Packer er sagt hafa verið eins og hjá „Jekyll and Hyde“, svo miklar voru skapsveiflur hans. Hann er sagður hafa niðurlægt konur með því að krefjast þær að þær afklæddust gegn vilja sínum. Hann taldi þetta hluta af viðskiptum sínum við þær og að þær þyrftu ekki að gefa samþykki sitt.

Hann tók konurnar hálstaki ef þær urðu ekki við kynlífskröfum hans.

Hann varð Emma Caldwell að bana í apríl 2005. Nakið lík hennar fannst í skurði í Limefield skóginum í Suður-Lanarkskíri.

Lögreglan yfirheyrði Packer nokkrum sinnum vegna málsins en hann var ekki handtekinn fyrr en 2022. Skipti þá engu að hann hafði áður játað að hafa ekið Emma út í skóginn sem er frekar afskekktur.

Sky News segir að mörgum árum áður en Packer myrti Emma hafi athygli lögreglunnar verið vakin á hættulegri kynlífshegðun hans.

Ein kona, viðmælandi Sky News, sagðist hafa verið handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa kært hrottafengna árás Packer.

Aðrar vændiskonur, sem ræddu við Sky News, höfðu svipaðar sögur að segja af samskiptum sínum við lögregluna og segja að ekki hafi verið hlustað á þær, lögreglan hafi verið spillt á þessum tíma og hafi ekkert aðhafst.

Talsmenn lögreglunnar viðurkenna að lögreglan hafi brugðist Emma Caldwell og öðrum fórnarlömbum Packer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?