fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Nýjar vendingar í máli þriggja barna móður sem hvarf sporlaust

Pressan
Fimmtudaginn 7. mars 2024 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og tveggja ára karlmaður er í haldi áströlsku lögreglunnar vegna gruns um að hafa ráðið hinni 47 ára gömlu Samönthu Murphy bana.

DV hefur fjallað um málið síðustu vikur en Samantha hvarf eftir að hafa farið út að skokka að morgni sunnudagsins 4. febrúar. Fór hún frá heimili sínu í Ballarat í Viktoríufylki en sneri ekki til baka. Mjög umfangsmikil leit var gerð í kjölfarið sem skilaði engum árangri.

News.com.au greinir frá því að maðurinn hafi verið handtekinn í gær og yfirheyrður í nokkrar klukkustundir. Telur lögregla að maðurinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, hafi rænt Samönthu og myrt hana. Ekki leikur grunur á að þau hafi þekkst.

Lögregla hefur ráðist í húsleitir vegna málsins en lögregla telur að Samantha hafi verið myrt um tíu kílómetrum frá heimili hennar í Ballarat. Telur lögregla að um morð að yfirlögðu ráði hafi verið að ræða og ekki hafi verið ekið á Samönthu eins og einhverjir töldu.

Lík Samönthu hefur ekki fundist en lögregla vonast til þess að hinn handtekni leiði lögreglu í allan sannleikann um hvað gerðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?