fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Norðmaður missti bíl sinn í hendur dönsku lögreglunnar – Nú er búið að selja bílinn og eigandinn fær ekki krónu

Pressan
Fimmtudaginn 7. mars 2024 22:00

Þetta er bíllinn sem hann tapaði. Mynd:Danska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn var lokakaflinn í máli, sem snýst um Lamborghini bifreið Norðmanns eins, skrifaður. Málið hefur farið fyrir öll þrjú dómstigin í Danmörku og gæti endað hjá Mannréttindadómstól Evrópu.

Málið snýst um Lamborghini Huracan sem var í eigu Norðmannsins Shakhwan Ameen. Í október 2021 var hann á hraðferð eftir danskri hraðbraut til að ná ferjunni frá Hirsthals til Stavanger. Hann keypti bílinn tveimur dögum áður í Þýskalandi og greiddi sem svarar til um 40 milljóna íslenskra króna fyrir hann.

Þegar hann ók í átt til Hirsthals var lögreglan við hraðamælingar og mældist hraði bifreiðarinnar 228 km/klst  en leyfður hámarkshraði var 110 km/klst. Samkvæmt dönskum lögum þá flokkast hraðakstur sem þessi sem „brjálæðisakstur“ og af þeim sökum lagði lögreglan hald á bílinn. Auk þess var Ameen sviptur ökuréttindum þegar málið kom fyrir dóm. Dómurinn dæmdi hann einnig í 20 daga skilorðsbundið fangelsi og bannaði honum að koma til Danmerkur næstu sex árin. Auk þess var bíllinn gerður upptækur.

Vejle Amts Folkeblad segir að bíllinn hafi verið seldur á uppboði á mánudaginn og fengust sem svarar til 38 milljóna íslenskra króna fyrir hann. Peningarnir renna í ríkissjóð.

Ameen er allt annað en sáttur við þetta og segist ætlað að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Í samtali við VG í desember á síðasta ári sagði hann að það hafi haft mikil fjárhagsleg áhrif á hann að bíllinn var gerður upptækur. Hann viðurkenndi að hafa ekið of hratt en ekki eins hratt og mæling lögreglunnar sýndi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi