Samkvæmt frétt abcNews þá var sýknan byggð á því að mistök hafi verið gerð í morðmálinu, sem hann var ákærður í árið 1994.
„Sýknun Daniel Gwynn í dag þýðir að maður, sem líklega er saklaus, er látinn laus. Því miður er þetta einnig dæmi um tímabil óvandaðrar vinnu lögreglunnar, spillingu innan hennar og málsmeðferðar sem hefur eyðilagt traust okkar á samfélaginu,“ sagði Larry Krasner, lögmaður Gwynn.
Þann 20. nóvember 1994 lést Marsha Smith, sem var heimilislaus, þegar eldur kom upp í byggingu sem hún, Gwynn og þrír til viðbótar dvöldu í.
Kviðdómur fann Gwynn sekan um að hafa kveikt í byggingunni og byggði sakfellinguna á framburði vitnis og samhengislausri játningu Gwynn.
Þremur áratugum síðar kom í ljós að mörg sönnunargögn í málinu voru aldrei lögð fram í dómi og af þeim sökum var Gwynn sýknaður.