fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Amma fær milljónir í bætur eftir „Find My iPhone-klúður“

Pressan
Miðvikudaginn 6. mars 2024 09:46

Ruby var illa brugðið þegar lögregla knúði dyra á heimili hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruby Johnson, 78 ára gömul amma í Denver í Bandaríkjunum, vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið í janúar fyrir tveimur árum þegar lögreglumenn og sérsveitarmenn umkringdu heimili hennar.

Ruby var heima í náttsloppnum þennan örlagaríka dag þegar lögreglumenn með gjallarhorn skipuðu henni að fara út. Fyrir utan biðu sérsveitarmenn, gráir fyrir járnum, og þorði Ruby ekki öðru en að hlýða. Þegar út var komið var henni skellt inn í lögreglubíl á meðan gerð var húsleit á heimili hennar sem stóð yfir í nokkrar klukkustundir. Bílskúrshurðin var mölbrotin, verðmætir og persónulegir munir eyðilagðir og húsinu snúið á hvolf.

Síðar kom á daginn að allan þennan viðbúnað mætti rekja til þjófnaðar á bifreið skömmu áður en í umræddum bíl var töluvert magn skotvopna, 4.000 Bandaríkjadalir í peningum og iPhone-farsími sem á endanum reyndist örlagavaldur í lífi Ruby.

Þar sem stolni bíllinn var fullur af skotvopnum höfðu lögreglumenn áhyggjur af því að vopnin kæmust í rangar hendur. Var notast við Find My iPhone-forritið sem gerir eigendum iPhone kleift að staðsetja símann ef hann týnist– svona nokkurn veginn allavega.

Þessi fídus er þó ekki fullkomnari en svo að forritið staðsetti símann við heimili Ruby sem kom þó hvergi nærri umræddum þjófnaði. Þrátt fyrir það fékk lögregla húsleitarheimild á heimili Ruby.

Ruby fór í mál við lögregluna og hafði betur. Hefur kviðdómur nú úrskurðað að hún fái greiddar 3,76 milljónir dala í bætur, rúman hálfan milljarð króna. Málið hafði sín áhrif á Ruby því hún  upplifði mikið öryggisleysi í kjölfarið og ákvað að flytja úr Montebello-hverfinu í Denver þar sem hún hafði búið í 40 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni