fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Skemmdarvargar gerðu verksmiðju Tesla í Þýskalandi óstarfhæfa

Pressan
Þriðjudaginn 5. mars 2024 15:25

Verksmiðja Tesla í Þýskalandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn rafbílafyrirtækisins Tesla hafa neyðst til að gera hlé á starfsemi sinni í Þýskalandi eftir að skemmdarvargar gerðu verksmiðju fyrirtækisins skammt frá Berlín óstarfhæfa.

Eldur var borinn að raforkuveri sem sér verksmiðju fyrirtækisins fyrir rafmagni og segir Michael Stuebgen, innanríkisráðherra Þýskalands, að um hafi verið að ræða vísvitandi skemmdarverk sem hefur haft áhrif á þúsundir íbúa í nágrenni svæðisins. CNN greinir frá þessu.

Lögregla er með málið til rannsóknar og segir Michael að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Fyrirtækið sendi starfsmenn sína heim eftir að rafmagn fór af.

Verksmiðja Tesla er um 30 kílómetrum suðaustur af Berlín og er hún eina verksmiðja fyrirtækisins í Evrópu. Afkastageta verksmiðjunnar er 375 þúsund ökutæki á ári og því ljóst að um mikla hagsmuni er að ræða fyrir þetta risavaxna fyrirtæki.

Ekki liggur fyrir hvort skemmdarverkið tengist mótmælum umhverfisverndarsinna en þeir hafa mótmælt yfirvofandi stækkun verksmiðjunnar síðustu daga.

Um 80 til 100 aðgerðasinnar hafa hafist við í skógi skammt frá verksmiðjunni og látið til sín taka. Til að stækka verksmiðjuna þyrfti að höggva niður talsverðan fjölda trjáa í nágrenninu og það eru umhverfisverndarsinnar ósáttir við.

Ef af stækkuninni verður gæti afkastageta verksmiðjunnar farið úr 375 þúsund ökutækjum á ári í milljón ökutæki og yrði þá um að ræða stærstu bílaverksmiðju Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?