fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Áhrifavaldi hópnauðgað – Þrír handteknir og fjögurra leitað

Pressan
Þriðjudaginn 5. mars 2024 09:00

Fernanda og Vicente voru á ferð um Indland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverska lögreglan hefur handtekið þrjá karla og leitar fjögurra til viðbótar sem eru grunaðir um að hafa hópnauðgað ferðamanni síðasta föstudag. Konan, sem er af brasilískum og spænskum ættum, starfar sem áhrifavaldur og var á mótorhjólaferðalagi um Indland með maka sínum sem starfar einnig sem áhrifavaldur.

Sky News segir að lögreglan hafi fundið fólkið í vegkanti um klukkan 23 á föstudaginn og hafi svo virst sem gengið hefði verið í skrokk á því. Talsmaður lögreglunnar sagði að fólkið hafi sagt að sjö menn hefðu brotið gegn þeim en veittu ekki frekari upplýsingar um hvers kyns brot væri að ræða.

Þegar fólkið, Vicente og Fernanda, ræddi við spænska sjónvarpsstöð á laugardaginn sögðu þau að sjö menn hefðu nauðgað Fernanda og gengið ítrekað í skrokk á Vicente.

„Þeir nauðguðu mér, skiptust á á meðan sumir horfðu á og þannig gekk þetta í um tvær klukkustundir,“ sagði Fernanda.

Þau sögðust hafa gist í tjaldi því þau fundu ekkert hótel á svæðinu.

Þau eru á ferðalagi um heiminn á mótorhjólum og leyfa um 200.000 fylgjendum sínum að fylgjast með ferðalaginu á Instagram.

Þau sögðu frá árásinni á Instagram og sagði Vicente að munnur hans sé „ónýtur“ eftir að hann var laminn með hjálminum sínum.

Fernanda sagði að sjö menn hefðu nauðgað henni og að verðmætum hefði einnig verið rænt af þeim.

Talsmaður lögreglunnar sagði að einn hinna handteknu hefði skýrt frá nöfnum fjórmenninganna sem er leitað og að sérfræðingar væru að rannsaka lífsýni og önnur sönnunargögn.

Mikið er um ofbeldisverk gegn konum á Indlandi en rúmlega 31.000 nauðganir voru kærðar árið 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“