fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Þessum ósiðum í flugvélum þarf fólk að venja sig af

Pressan
Laugardaginn 27. janúar 2024 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýleg færsla á samfélagsmiðlinum Reddit vakti töluvert umtal en í henni var birt ljósmynd af konu sem hafði sett fæturnar, var berfætt, upp á höfuðpúða sætisins fyrir framan. Fannst mörgum þetta nú vera hinn argasti dónaskapur.

Ferðasérfræðingurinn Gísli Brynjólfsson deildi heilráðum með Metro um hvað flugfarþegar eiga að forðast að gera á ferðum sínum í háloftunum.

Eitt af því sem hann nefndi er einmitt að ekki á að setja fæturna upp á höfuðpúðann fyrir framan sig. Það er ekki bara dónalegt, það er líka sóðalegt og getur drulla, sýklar og ógeðfelld lykt fylgt þessu. Gísli mælti með því að ef fólk finni fyrir þörf til að teygja úr fótunum, að fara í stutta gönguferð eftir gangi flugvélarinnar.

Annað sem hann nefndi til sögunnar er að ekki á að klappa eftir að vélin er lent en það gera margir, oft eftir flug þar sem töluverð ókyrrð hefur verið í lofti. Gísli benti á að það sé almennt talið saklaust að klappa og það sé einnig leið til að þakka flugmönnunum fyrir að hafa lent örugglega. En það þurfi að hafa í huga að klapp geti haft truflandi áhrif í farþegarýminu, til dæmis á börn og eldra fólk. Af þessum sökum eigi að sleppa því að klappa.

Hvað varðar það hvort dregið eigi að vera fyrir gluggana eða ekki, þá er það góð regla að sá sem situr við gluggann spyrji aðra farþega áður en hann dregur fyrir eða frá glugganum.

Hann benti einnig á að það sé dónalegt að nota raftæki á borð við tölvur og síma án þess að nota heyrnartól. Hávaði geti fylgt þessum tækjum og það séu ekki allir um borð sem vilja heyra hvaða raunveruleikaþætti þú ert að horfa á.

Þegar kemur að því að halla sætisbakinu þá er það góð regla að kíkja aftur fyrir sig til að ganga úr skugga um að farþeginn fyrir aftan sé ekki að nota fartölvu eða borða áður en sætinu er hallað. Það er ekki sérstaklega þægilegt þegar sætinu fyrir framan mann er hallað í öftustu stöðu, óhætt er að segja að það þrengi vel að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni