fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Óhugnanleg uppgötvun í flöskuvatni

Pressan
Laugardaginn 27. janúar 2024 18:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn bandarískra vísindamanna leiddi í ljós að í einni vatnsflösku, eins lítra, eru að meðaltali 240.000 örsmáar plastagnir, nanóagnir. Þetta er 10 til 100 sinnum meira en áður var talið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Columbia Climate School að sögn Videnskab.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences, var í fyrsta sinn talið hversu mikið plast var í flöskuvatni. Nanóplastagnir eru örsmáar agnir sem verða til þegar örplast brotnar niður.

Fram að þessu hafa vísindamenn átt erfitt með að greina nanóplast en með aðstoð nýrrar tækni er það nú hægt.

Vísindamennirnir rannsökuðu þrjár vinsælar tegundir flöskuvatns sem eru seldar í Bandaríkjunum og er óhætt að segja að niðurstaða rannsóknarinnar sé óhugnanleg.

„Þeim mun minni sem hlutir eru, þeim mun auðveldar komast þeir inn í okkur,“ sagði Wei Min, meðhöfundur rannsóknarinnar, í samtali við Phys.org.

Nanóplast eru agnarsmáar plastagnir sem geta komist inn í æðakerfið og áfram til líffæra og fruma og valdið skaða.

Vísindamenn vinna nú hörðum höndum við að rannsaka áhrif nanóplasts á umhverfið, dýralíf og fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar