Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Columbia Climate School að sögn Videnskab.
Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences, var í fyrsta sinn talið hversu mikið plast var í flöskuvatni. Nanóplastagnir eru örsmáar agnir sem verða til þegar örplast brotnar niður.
Fram að þessu hafa vísindamenn átt erfitt með að greina nanóplast en með aðstoð nýrrar tækni er það nú hægt.
Vísindamennirnir rannsökuðu þrjár vinsælar tegundir flöskuvatns sem eru seldar í Bandaríkjunum og er óhætt að segja að niðurstaða rannsóknarinnar sé óhugnanleg.
„Þeim mun minni sem hlutir eru, þeim mun auðveldar komast þeir inn í okkur,“ sagði Wei Min, meðhöfundur rannsóknarinnar, í samtali við Phys.org.
Nanóplast eru agnarsmáar plastagnir sem geta komist inn í æðakerfið og áfram til líffæra og fruma og valdið skaða.
Vísindamenn vinna nú hörðum höndum við að rannsaka áhrif nanóplasts á umhverfið, dýralíf og fólk.