fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Vara við verkjalyfi á Spáni sem Íslendingar hafa rætt um sín á milli

Pressan
Föstudaginn 26. janúar 2024 13:26

Mark Brooks lést í október síðastliðnum, skömmu eftir að hafa fengið lyfinu ávísað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekja má fjölda dauðsfalla meðal aðfluttra á Spáni til verkjalyfsins Nolotil sem virðist vera tiltölulega auðvelt að nálgast.

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og segir Mail Online frá því að frá árinu 2016 megi rekja allt að 40 dauðsföll meðal aðfluttra Breta til lyfsins.

Í október síðastliðnum var Bretinn Mark Brooks að spila golf skammt frá heimili sínu á Alicante-svæðinu þegar hann fór að finna fyrir sárum verk í öxlinni. Hann fór til læknis sem skrifaði upp á Nolotil fyrir hann og var hann látinn aðeins fjórum dögum síðar.

Talið er að notkun hans á lyfinu hafi átt hlut að máli en það hefur þó ekki verið staðfest með óyggjandi hætti. Virka efnið í lyfinu heitir metamizole og er það sagt geta valdið daufkyrningafæð, skorti á hvítum blóðkornum sem er okkur nauðsynlegur til að berjast gegn sýkingum.

Mail Online segir frá fleiri breskum þegnum sem látist hafa skömmu eftir að hafa fengið lyfið. William Smith, 66 ára, lést í Torrevieja árið 2016 eftir að hafa fengið fimm daga skammt af lyfinu og árið 2017 létust hjón á áttræðisaldri, Gloria og Alan Robson, eftir að hafa fengið lyfinu ávísað. Þau fengu slæma blóðeitrun sem ekki tókst að koma í veg fyrir.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að jafnvel hafi verið hægt að nálgast lyfið án lyfseðils. Það er leyfilegt á Spáni og hefur því verið haldið fram að aukaverkanir af lyfinu séu mjög mismunandi milli einstaklinga og þar geti erfðir spilað inn í. Þess vegna sé ferðamönnum ráðið frá því að nota lyfið. Lyfið er til dæmis bannað á Bretlandi og hefur verið bannað áratugum saman.

Íslendingar virðast hafa fengið lyfinu einnig ávísað og hefur verið rætt og ritað um Nolotil í Facebook-hópum fyrir Íslendinga á Spáni.

„Passið ykkur á þessum töflum, aldrei taka þær inn,“ segir til dæmis í einni færslu í hópnum Íslendingar á Spáni Costa Blanca. „Ég hef fengið það við verkjum einu sinni og varð svo til rænulaus,“ segir í annarri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni